Chelsea hefur aldrei náð í eins lítið af stigum í ensku úrvalsdeildinni og félagið gerði á þessu tímabili.
Chelsea spilaði lokaleik sinn í úrvalsdeildinni í gær og gerði 1-1 jafntefli við Newcastle.
Þeir bláklæddu hafa átt skelfilegt tímabil en Mauricio Pochettino er nú að taka við og er ætlast til mikils á næstu leiktíð.
Chelsea endaði tímabilið í 12. sæti í deildinni með 44 stig sem er met í sögu félagsins. Enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.
Það var árið 1988 er Chelsea náði í færri stig en 44 en þá féll liðið niður um deild.
Ekki nóg með það þá skoraði liðið aðeins 38 mörk í 38 leikjum og endaði með markatöluna -9.