Christophe Galtier, stjóri Paris Saint-Germain, vakti heldur betur athygli um helgina er hann ræddi við blaðamenn um eigin framtíð.
Það eru í raun engar líkur á að Galtier haldi starfi sínu sem stjóri PSG sem rétt svo vann franska meistaratitilinn undir hans stjórn.
Stuðningsmenn PSG vilja Galtier burt sem datt úr leik í 16-liða úrslitum í franska bikarnum sem og í Meistaradeildinni.
Galtier segist þó eiga skilið annað tækifæri á næsta tímabili – eitthvað sem stjórn PSG mun líklega ekki taka í mál.
Galtier tók við liðinu síðasta sumar en hann hrósar þeim leikmönnum liðsins sem gáfust ekki upp í titilbaráttunni.
,,Ég á skilið annað tímabil hjá Paris Saint-Germain! Ég endurtek þetta enn eina ferðina þar sem enginn vill heyra þetta,“ sagði Galtier.
,,Þetta var einstakt tímabil, við þurftum að halda okkar striki. Ég sýni mína virðingu til þeirra leikmanna sem gáfust ekki upp.“