Chelsea er búið að staðfesta það að Mauricio Pochettino sé tekinn við þjálfun félagsins.
Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur en Poch er fyrrum stjóri bæði Southampton og Tottenham.
Argentínumaðurinn gerði góða hluti með Tottenham og kmom liðinu til að mynda í úrslit Meistaradeildarinnar.
Hann á erfitt verkefni framundan en Chelsea hafnaði í 12. sæti úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.
Lokaleikur liðsins fór fram í gær og lauk honum með 1-1 jafntefli við Newcastle.