KA 4 – 2 Fram
0-1 Guðmundur Magnússon(’33)
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’37, víti)
2-1 Bjarni Aðalsteinsson(’51)
2-2 Fred Saraiva(’55, víti)
3-2 Jakob Snær Árnason(’85)
4-2 Jakob Snær Árnason(’92)
Fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla er nú lokið en spilað var á Akureyri við ágætis aðstæður en þó smá vind.
KA tók þar á móti Fram og tókst að vinna sinn fjórða sigur í sumar og þann fyrsta eftir þrjú töp í röð.
Jakob Snær Árnason var munurinn á liðunum að þessu sinni en hann skoraði tvö mörk undir lokin til að tryggja sigur.
Fram hafði komist yfir með marki frá Guðmundi Magnússyni en KA svaraði með tveimur mörkum áður en Fred Saraiva jafnaði metin úr vítaspyrnu.
Fram hefur nú tapað þremur leikjum í röð og hefur fengið á sig heil 22 mörk í níu leikjum.