Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er viss um að Marcus Rashford muni krota undir nýjan samning við félagið.
Rashford verður samningslaus eftir næsta tímabil en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður Rauðu Djöflanna.
Rashford er 25 ára gamall og er uppalinn hjá Man Utd og hefur allan sinn feril leikið með félaginu.
Ten Hag býst ekki við að Rashford sé að kveðja í sumar og að það verði krotað undir framlengingu á næstunni.
,,Ég býst við að Marcus Rashford muni skrifa undir nýjan samning. Hann vill þetta,“ sagði Ten Hag.
,,Manchester United vill þetta líka, þetta er strákur sem er uppalinn hjá félaginu svo ég býst við að þetta verði að veruleika.“