Everton náði að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Bournemouth á heimavelli í dag.
Lokaumferð ensku deildarinnar fór fram en með 1-0 heimasigri er ljóst að Everton nær að halda sínu sæti.
Með tapi hefði liðið fallið niður um deild þar sem Leicester vann West Ham á sama tíma, 2-1.
Það varð allt vitlaust í Liverpool borg eða á Goodison Park eftir lokaflautið og hlupu fjölmargir stuðningsmenn inn á völlinn.
Everton hefur verið í efstu deild síðan 1954 og hefði það verið mikill skellur fyrir félagið að falla.
Hér má sjá hvað átti sér stað.
The scenes at Goodison Park when it was confirmed that Everton were STAYING UP!! #EVEBOU pic.twitter.com/2J3lKxETTy
— talkSPORT (@talkSPORT) May 28, 2023