Ansi áhugavert atvik átti sér stað í gær er Borussia Dortmund spilaði við Mainz í þýsku Bundesligunni.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Dortmund mistókst þar að tryggja sér þýska meistaratitilinn.
Bayern Munchen vann lið Köln 2-1 á sama tíma og vinnur deildina en sigur hefði dugað Dortmund.
Fyrir leik var slökkviliðið kallað á vettvang þar sem býflugur höfðu tekið yfir eina myndavél vallarins.
Býflugurnar voru mjög sjáanlegar og var myndavélin ónothæf um tíma áður en slökkviliðið náði að leysa vandann.
Ansi sérstakt en myndir af þessu má sjá hér.