Steven Berghuis, leikmaður Ajax, er líklega á leiðinni í langt bann eftir atvik sem átti sér stað í dag.
Ajax tapaði 3-1 gegn Twente í hollensku úrvalsdeildinni en Berghuis kom inná sem varamaður.
Stuðningsmaður Twente lét rasísk ummæli falla um Brian Brobbey, leikmann Ajax, er leikmenn gengu inn í liðsrútuna.
Berghuis brást virkilega illa við og sást kýla stuðningsmanninn í kjölfarið.
Myndbandið má sjá hér.
Steven Berghuis punched a Twente fan after he allegedly yelled “cancer blackie” at Berghuis’ Ajax teammate Brian Brobbey.
— Zach Lowy (@ZachLowy) May 28, 2023