James Rodriguez, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur tjáð sig um af hverju hann yfirgaf Everton árið 2021.
James eins og hann er yfirleitt kallaður var látinn fara af Rafael Benitez sem hafði tekið við stjórnartaumunum og vildi ekki nota Kólumbíumanninn.
Miðjumaðurinn lék með Everton í eitt tímabil eftir komu frá Real Madrid og skoraði sex mörk í 23 deildarleikjum.
Eftir það hefur ferill leikmannsins ekki náð neinu flugi en hann lék í Katar og hélt svo til Grikklands í stuttan tíma.
Það var algjörlega Benitez að kenna að James hafi yfirgefið Liverpool borg en sá fyrrnefndi entist ekki lengi í starfi í kjölfarið.
Um er að ræða fyrrum stórstjörnu sem vann Meistaradeildina tvisvar með Real og einnig spænsku deildina tvívegis.
,,Þegar hann kom til Everton þá var mér tjáð á fyrsta degi að koma mér burt. Hann sagði mér að ég væri þrítugur og að hann vildi unga leikmenn með meiri orku,“ sagði James.
,,Ég hafði átt virkilega gott ár með Everton svo ég ákvað að rífast ekki frekar við hann.“