Mauricio Pochettino er nýr stjóri Chelsea og verður tilkynntur hjá félaginu í næstu viku.
Pochettino gerir samning til ársins 2026 en hann þekkir vel til Englands og þjálfaði bæði Southampton og Tottenham.
Fabrizio Romano staðfestir þessar fréttir í dag en samningar náðust við Argentínumanninn fyrir tveimur vikum.
Pochettino var síðast stjóri Paris Saint-Germain en þar gengu hlutirnir ekki upp og fékk hann sparkið.
Pochettino á mikið verk að vinna hjá Chelsea sem hefur spilað skelfilega á flest öllu tímabilinu.