Jude Bellingham hágrét eftir leik Dortmund og Mainz í gær en um var að ræða leik í lokaumferð þýsku Bundesligunnar.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Dortmund mistókst þar að tryggja sér þýska meistaratitilinn.
Bayern Munchen vann lið Köln 2-1 á sama tíma og vinnur deildina en sigur hefði dugað Dortmund.
Bellingham virtist kveðja stuðningsmenn Dortmund eftir leik en hann var ónotaður varamaður í viðureigninni.
Búist er við að Bellingham sé á leið til Real Madrid og gætu skiptin verið tilkynnt eftir helgi.
Englendingurinn var í sárum sínum eftir leik og ýtti til að mynda myndavél burt sem reyndi að ná viðbrögðum hans.
Myndir af þessu má sjá hér.
An emotional Jude Bellingham pushes the camera away after losing the Bundesliga title in the final minutes of the season. pic.twitter.com/5bepT7l502
— ESPN FC (@ESPNFC) May 27, 2023
Jude Bellingham couldn’t hold back the tears as he appeared to say goodbye to the Borussia Dortmund fans 🥺🖤💛 @BlackYellow pic.twitter.com/8ZY51AzW5H
— kwame_Natenu✊🏿 (@kwamenatenu) May 27, 2023