Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, veit að hans menn hafi glatt stuðningsmenn félagsins sérstaklega mikið með úrslitum vikunnar.
Man Utd vann 4-1 sigur á Chelsea og tryggði sér þar Meistaradeildarsæti sem þýðir að Liverpool missir af keppninni næsta vetur.
Það er auka bónus fyrir stuðningsmenn Man Utd en eins og flestir vita er mikill rígur á milli þessara félaga.
,,Við vitum að þetta er þýðingarmikið, þetta er um að ná okkar markmiðum og við gerðum það,“ sagði Fernandes.
,,Augljóslega vissum við að stuðningsmennirnir yrðu ánægðir að sjá Liverpool missa af sætinu en það snerist ekki um það fyrir okkur.“
,,Þetta snerist um að ná því besta úr okkar liði því það er það sem við einbeitum okkur að.“