Fylkir 2 – 1 ÍBV
0-1 Alex Freyr Hilmarsson(’10)
1-1 Orri Sveinn Stefánsson(’31)
2-1 Óskar Borgþórsson(’54)
Fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla er nú lokið en leikið var á heimavelli Fylkis við ekki frábærar aðstæður.
Það var mikil rigning er um 400 manns sáu Fylki spila við ÍBV en heimamenn lentu undir snemma leiks er Alex Freyr Hilmarsson skoraði.
Orri Sveinn Stefánssond jafnaði þó metin fyrir ÍBV fyrir lok fyrri hálfleiks og bætti Óskar Borgþórsson við öðru marki snemma seinni hálfleiks.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og vinnur Fylkir sinn þriðja sigur í sumar á meðan ÍBV er í fallsæti með fimm töp í röð.