Sam Allardyce, stjóri Leeds, vonar innilega að hann verði þunnur er hann fær símtal frá félaginu á mánudaginn.
Allardyce vonast enn eftir að fá að stýra Leeds á næsta tímabili en liðið á einn leik eftir, á morgun gegn Tottenham á heimavelli.
Leeds þarf að sigra leikinn og þarf einnig að treysta á að Evberton misstígi sig heima gegn Everton í lokaumferðinni.
Allardyce var fenginn inn til að bjarga liðinu frá falli fyrr á tímabilinu en liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum.
,,Við höfum enn ekki tekið ákvörðun varðandi framhaldið,“ sagði Allardyce um framtíðina.
,,Þetta eru viðræður sem klárast ekki á einum degi, þetta tekur tíma. Ég vona bara að þær gangi vel og að ég verði þunnur þegar símtalið berst.“