Það gæti verið að Hollywood stjarnan Dwayne ‘The Rock’ Johnson sé verði eigandi í félagi á Englandi.
Frá þessu greinir the Essex Echo sem segir að Southend í neðri deildum Englands sé í viðræðum við fyrirtæki í eigu Johnson, Seven Bucks Production.
Southend er til sölu og leitar að nýjum eigendum en félagið leikur í fimmtu efstu deild enska pýramídans.
Johnson væri ekki fyrsta Hollywood stjarnan til að fjárfesta í félagi á Englandi en nefna má þá Ryan Reynolds og Rob McElhenney sem keyptu Wrexham fyrir þremur árum.
Wrexham er að vísu staðsett í Wales en spilar í ensku deildinni og tryggði sér sæti í fjórðu efstu deild fyrr á árinu.
Það væri heldur betur gaman að sjá Johnson bætast við í hóp litríka eigenda á Englandi en hann hefur gert það afskaplega gott sem leikari undanfarin ár.