Gríðarlega óhugnanlegt atvik átti sér stað á Englandi í kvöld er Luton og Coventry áttust við í næst efstu deild.
Staðan er 1-1 þessa stundina er stutt er eftir en um er að ræða leik um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Tom Lockyer, fyrirliði Luton, hneig niður í leiknum og var um leið fluttur á spítala.
Óvíst er hvað amaði að Lockyer en hann hneig niður er hann var að hlaupa til baka að sinna varnarvinnunni.
Luton greindi frá þessu á Twitter síðu sinni eins og má sjá hér fyrir neðan.
We are able to report that after collapsing on the pitch, Tom Lockyer has been taken to hospital for further tests.
He is responsive and talking to his family, who are with him.
We are all with you, Locks 🧡#COYH
— Luton Town FC (@LutonTown) May 27, 2023