Paris Saint-Germain er franskur meistari árið 2023 en þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í dag.
PSG gerði 1-1 jafntefli við Strasbourg á útivelli sem dugði til að tryggja enn einn titilinn í safnið.
Lens er í öðru sæti og gerði sitt gegn AC Ajaccio og vann sannfærandi 3-0 heimasigur.
Það engar líkur á að Lens myndi ná PSG á toppnum en liðið gat mest jafnað 84 stig liðsins á toppnum.
Markatala PSG er þó miklu betri en jafnteflið gulltryggði titilinn þar sem Lionel Messi skoraði eina markið.