Samkvæmt fréttum á Spáni hefur Real Madrid boðið félaginu að kaupa Harry Kane framherja félagsins í sumar. Mundo Deportivo segir frá þessu.
Mundo segir að Tottenham vilji alls ekki selja Kane til Manchester United í sumar.
Kane er mögulega á förum frá Tottenham í sumar en hann á bara ár eftir af samningi sínum.
Mundo Deportivo segir að Real Madrid sé alveg til í að skoða það að fá Kane til að veita Karim Benzema samkeppni.
Kane er einn besti framherji í heimi en ástandið hjá Tottenham hefur verið ansi slæmt á þessari leiktíð og enginn stjóri virðist vilja taka við liðinu.