„Ég held að við viljum halda honum,“ sagði Erik ten Hag stjóri Manchester United um framtíð David de Gea en óvíst virðist vera hvort markvörðurinn verði áfram.
Viðræður hafa lengi staðið yfir um launalækkun á De Gea en samningur hans er á enda í sumar. United á tvo leiki eftir tímabilinu.
„Hann vill vera áfram og ég held að við verðum áfram.“
Svör Ten Hag eru þó óljós en hann vill ekki segja af hverju málið er ekki klárt. „Ég ræði aldrei um það, hvernig viðræðurnar ganga,“ sagði stjórinn.
Hann sagðist vonast til þess að Marcus Rashford framlengdi samning sinn en samningurinn rennur út eftir rúmt ár.