Leikur Leiknis og ÍA í Lengjudeild karla verður í beinni útsendigu hér á 433.is í kvöld.
Um er að ræða stórleik, en liðin féllu úr Bestu deildinni í haust.
ÍA hefur valdið vonbrigðum það sem af er leiktíð og er aðeins með 2 stig eftir þrjár umferðir. Leiknir er með stigi meira.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og útsending fer í loftið skömmu áður.
433.is er heimili Lengjudeildarinnar. Einn leikur er sýndur í beinni eftir hverja umferð og þá eru vikulegir markaþættir eftir hverja umferð einnig.