Gonzalo Zamorano leikmaður Selfoss fékk eins leiks bann fyrir að hrækja á Dag Inga Valsson leikmann Fjölnis í Lengjudeild karla um síðustu helgi.
Tveir leikmenn Selfoss fengu rauða spjaldið í 1-2 tapinu en þau fengu Þorlákur Breki Baxter og Gonzalo Zamorano. Sá síðarnefndi fékk spjaldið fyrir að hrækja á andstæðing.
Dagur hafði þá sparkað boltanum í burtu seint í uppbótartíma og ákvað Gonzalo þó að hrækja á hann.
„Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ segir Gary Martin í viðtali við 433.is ómyrkur í máli um það atvik.
Mörgum þykir Gonzalo sleppa ansi vel með það að hrækja á andstæðing og fá bara einn leik í bann en leikbannið tekur hann út gegn Ægi Í Lengjudeildinni í kvöld
Atvikið má sjá hér að ofan.