Romelu Lukaku framherji Inter vill helst ekki snúa aftur til Chelsea í sumar þegar lánið hans hjá Inter rennur út.
Inter seldi Lukaku fyrir 100 milljónir punda til Chelsea fyrir tveimur árum, eftir eitt erfitt ár hjá Chelsea var Lukaku lánður til Inter.
Mauricio Pochettino næsti stjóri Chelsea fær það verkefni að reyna að fá Lukaku til að virka á Stamford Bridge.
Lukaku sjálfur mun samkvæmt enskum blöðum ekki vera spenntur fyrir því að fara til Englands aftur.
Lukaku hefur ekki fundið sitt besta form hjá Inter í ár vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann.