Einum leik er lokið í Lengjudeild karla í kvöld. Grótta tók á móti Aftureldingu.
Afturelding hefur farið vel af stað og gerði það einnig í kvöld. Liðið leiddi 0-2 um miðjan seinni hálfleik eftir mörk frá Oliver Jensen og Arnóri Gauta Ragnarssyni.
Arnar Þór Helgason minnkaði muninn fyrir Gróttu en Arnór skoraði annað mark sitt og kom Aftureldingu í 1-3 fyrir hálfleik.
Pétur Theódór Árnason minnkaði muninn fyrir Gróttu snemma í seinni hálfleik en nær komust þeir ekki. Lokatölur 2-3 fyrir Aftureldingu.
Afturelding er á toppi deildarinnar með 10 stig en Grótta er með 3 stig.