Nýjasti þáttur Íþróttavikunnar er kominn út. Þar er Viðar Örn Kjartansson gestur.
Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta.
Það verður farið vel yfir stöðu mála hjá Viðari í boltanum, en hann var að klára sína fyrstu leiktíð í Grikklandi. Þá segir Viðar skemmtilegar sögur frá ferlinum hingað til.
Auk þess er farið yfir helstu fréttir vikunnar, íslenska boltann, enska boltann og margt fleira.