Scott Carson hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Manchester City. Verður hann hjá félaginu til sumarsins 2024.
Hinn 37 ára gamli Carson er fyrst og síðast til staðar ef áföll koma upp en hann er vinsæll á meðal leikmanna.
Carson kom á láni frá Derby árið 2019 en gekk formlega í raðir City sumarið 2021.
Hann lék á sínum tíma fyrir enska landsliðið og var samningsbundinn Liverpool um tíma.
Carson er þriðji markvörður City á eftir Ederson og Stefan Ortega sem keyptur var fyrir ári síðan.