Flestir blaðamenn á Englandi hafa haldið því fram undanfarnar vikur að Arsenal ætli að selja Granit Xhaka í sumar.
Eru viðræður við Bayer Leverkusen sagðar komnar langt en Xhaka hefur átt fast sæti í liði Arsenal á tímabilinu.
„Ég mun ekki og vill ekki ræða framtíð leikmanna minna,“ sagði Arteta fyrir lokaumferðina sem fram fer um helgina.
Arteta stefnir á að styrkja Arsenal liðið í sumar en þarf einnig að losa sig við menn.
„Við klárum tímabilið og svo förum við að plana næstu leiktíð,“ segir Arteta sem endar með lið sitt í öðru sæti.