Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason fjallar um leik Breiðabliks og Vals í Bestu deild karla á Stöð 2 Sport í kvöld. Hann er ekki sáttur með mætingu stuðningsmanna síðarnefnda liðsins.
Um er að ræða stórleik á milli liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar.
„Hvar eru stuðningsmenn Vals? Smá standard takk. Fínt veður og risaleikur,“ skrifar Ríkharð á Twitter og birtir mynd af stuðningsmannahólfi Vals í stúkunni í Kópavogi.
Hvar eru stuðningsmenn Vals? Smá standard takk. Fínt veður og risaleikur. pic.twitter.com/DRK330on37
— Rikki G (@RikkiGje) May 25, 2023
Hann hrósar hins vegar heimamönnum. „Blikar til fyrirmyndar.“
Blikar til fyrirmyndar. 👏 pic.twitter.com/n1WZSBXEjH
— Rikki G (@RikkiGje) May 25, 2023