Victor Osimhen framherji Napoli hefur verið sjóðandi heitur í vetur þegar liðið varð ítalskur meistari, fáir sáu það í kortunum fyrir tímabilið.
Framherjinn frá Nígeríu hefur skorað 23 deildarmörk og er orðaður við stærri félög í Evrópu.
Þýskir miðlar segja frá því að Victor Osimhen hafi verið í Þýskalandi í vikunni, nánar tiltekið í Berlín.
Er þetta sagt ýta undir sögusagnir um að hann fari til Þýskalands í sumar en FC Bayern vill krækja í hann.
Unnusta Victor Osimhen er frá Þýskalandi og hefur því verið haldið fram að hún vilji flytja heim. Talað er um að Napoli vilji 130 milljónir punda fyrir framherjann.