Jose Mourinho segist eiga gott samband við öll þau félög sem hann hefur þjálfað hjá, nema eitt.
Portúalinn, sem hefur náð frábærum árangri með félögum á borð við Chelsea, Real Madrid og Inter, er í dag hjá Roma, þar sem hann gerir einnig gott mót.
Undir stjórn Mourinho vann liðið Sambandsdeildina í fyrra og er nú komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnra.
„Ég á gott samband við öll þau félög sem ég hef þjálfað hjá. Það er hlegið að mér þegar ég segist halda með Real, Inter og Roma,“ segir Mourinho.
„Eina félagið sem ég á þetta samband ekki með er Tottenham.
Ég vona að orð mín verði ekki misskilin. Þetta var líklega af því völlurinn var tómur á þessum tíma vegna Covid og af því (Daniel) Levy gaf ekki mikinn pening.“