Andres Iniesta brast í grát þegar hann fór yfir það að hann væri að yfirgefa Vissel Kobe í Japan. Hann er 39 ára gamall.
Iniesta kom til Vissel Kobe árið 2018 en áður hafði hann aðeins spilað fyrir Barcelona.
Hann er að margra mati einn besti miðjumaður fótboltans en hann virðist þó ekki vera hættur í fótbolta.
Samkvæmt fréttum hefur Iniesta fengið tilboð frá Sádí Arabíu og Bandaríkjunum um að halda áfram í boltanum.
„Mér líður vel og að ég sé í góðu formi til að spila áfram og ég býst við því,“ sagði Iniesta