Erling Haaland framherji Manchester City fékk að finna fyrir því þegar liðið gerði jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Haaland tókst ekki að skora í leiknum en lagði upp mark fyrir Phil Foden. Haaland birti mynd af ljótu sári á löpp sinni.
City hafði þegar tryggt sér Englandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð fyrir leik gærkvöldsins. Brighton stóð vel í liði City sem þó komst yfir á 25. mínútu leiksins með marki Phil Foden.
Skömmu síðar kom Kaoru Mitoma boltanum í netið fyrir Brighton en var markið dæmt af vegna hendi. Julio Enciso jafnaði hins vegar fyrir heimamenn með frábæru marki á 38. mínútu. Staðan í hálfleik jöfn.
Það var útlit fyrir að Erling Braut Haaland væri að tryggja City sigurinn þegar tíu mínútur lifðu leiks. Mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandum.