KA tók á móti Víkingi R. í Bestu deild karla í kvöld.
Það sást fljótt í hvað stefndi og gestirnir úr borginni komust yfir strax á 3. mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði. Fyrsta mark hans fyrir Víking í Bestu deildinni.
Áður en hálfleiksflautið gall bætti Víkingur við marki. Þar var að verki Birnir Snær Ingason.
Staðan í hálfleik 0-2.
Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar héldu áfram að bæta í. Matthías skoraði annað mark sitt strax í upphafi seinni hálfleiks.
Ari Sigurpálsson kórónaði svo frábæran leik Víkings með marki í lokin. Lokatölur 0-4.
Víkingur er enn með fullt hús stiga, 27, á toppi deildarinnar eftir níu umferðir.
KA er í sjötta sæti með 11 stig.