Síðustu daga hafa forráðamenn Tottenham talið að Arnie Slot þjálfari Feyenoord sé að taka við sem þjálfari liðsins.
Nú hefur Slot hins vegar hafnað starfinu og enginn veit hvað gerist næst hjá Tottenham.
Ensk blöð velta því nú fyrir sér hvaða kostir eru á borði Tottenham en nokkrir aðilar hafa hafnað starfinu. Brendan Rodgers og Graham Potter eru nefndir til sögunnar.
Báðir voru reknir úr starfi á Englandi á þessu tímabili. Fleiri eru nefndir til sögunnar og má þar nefna Luis Enrique og Julian Nagelsmann sem eru þó ólíklegir til að taka við.
Ruud van Nistelrooy sem hætti með PSV í vikunni er einnig sagður vera kostur á blaði og einnig Andrea Pirlo sem rekinn var úr starfi í Tyrklandi í vikunni.
Átta kostir fyrir Tottenham:
Luis Enrique
Ange Postecoglou
Julian Nagelsmann
Graham Potter
Luciano Spalletti
Brendan Rodgers
Ruud van Nistelrooy
Andrea Pirlo