fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Vendingar í fréttum af Mount – Velur Manchester United og keppinautarnir vita af því

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Mount, leikmaður Chelsea, hallast að því að semja við Manchester United í sumar. Búist er við því að félögin hefji viðræður á næstunni.

The Athletic sagði frá þessu fyrir skömmu.

Samningur hins 24 ára gamla Mount við Chelsea rennur út eftir ár og er ekki útlit fyrir að hann kroti undir nýjan. Lundúnafélagið vill því selja kappann í sumar til að fá fjármuni fyrir hann.

Daily Mail sagði frá því í morgun að United væri til í að bjóða 55 milljónir punda. Chelsea vill líklega mun meira.

Mauricio Pochettino, sem er að taka við Chelsea í sumar að öllum líkindum, vill hafa Mount áfram á Stamford Bridge. Til þess þyrfti miðjumaðurinn þó líklega að skrifa undir nýjan samning.

Mount hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Liverpool, auk fleiri liða. Samkvæmt nýjustu fregnum átta þau sig þó á því að leikmaðurinn vilji helst fara á Old Trafford.

Englendingurinn er uppalinn hjá Chelsea og hefur spilað 195 leiki fyrir aðalliðið á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 33 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“