Erik ten Hag stjóri Manchester United neitaði ekki fyrir það að mögulega hefði Manchester United áhuga á að fá Neymar frá PSG í sumar.
Sögusagnir hafa verið í gangi um slíkt en erlendir fjölmiðlar eru þó ekki sammála þegar kemur að málinu.
Ten Hag var spurður út í málið í dag og hvort von væri á því að United myndi gera tilboð í Neymar.
„Þegar það verða fréttir þá segjum við frá því,“ sagði Ten Hag við fréttamenn í dag.
Búist er við að United reyni að fá Harry Kane frá Tottenham og Mason Mount frá Chelsea en það veltur mikið á eignarhaldi félagsins sem er í lausu lofti.
Glazer fjölskyldan hefur verið í viðræðum frá því í nóvember um sölu á félaginu en ekki hefur fengist botn í málið.