Pep Guardiola kom með skemmtilegt svar í viðtali er hann var spurður út í framtíðina með Manchester City.
City er búið að vinna ensku úrvalsdeildina þrjú ár í röð undir stjórn Guardiola. Gæti liðið unnið þrennuna eftirsóttu á þessari leiktíð, en liðið er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og enska bikarsins.
Guardiola var spurður hvert næsta markmið hans með City yrði ef þrennan dettur í hús.
„Að skora mark gegn Tottenham á útivelli,“ svaraði Spánverjinn.
„Ég mun vera áfram því mig langar að vinna Tottenham á útivelli.“
Eins og frægt er hefur City verið í vandræðum með Tottenham undir stjórn Guardiola. Hefur liðið ekki skorað á heimavelli þeirra síðustu fjögur tímabil.
If Man City win the treble what’s your next target Pep? 🤔
🗣️ „Score a goal against Spurs away“ 🥲 pic.twitter.com/LlW8F61qJF
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2023