Knattspyrnumaðurinn Mykhailo Mudryk fær nú aldeilis á baukinn fyrir myndband sem hann birti á Instagram.
Kappinn, sem var keyptur til Chelsea á um 100 milljónir evra í janúar frá Shakhtar, var í ræktinni og sá þar eldri mann æfa.
Maðurinn sem um ræðir var með buxurnar fullneðarlega og ákvað Mudryk að sýna heimsbyggðinni það.
Bandaríski áhrifavaldurinn Joey Swoll er mikill áhugamaður um líkamsrækt og hefur lengi predikað fyrir því að fólk hagi sér í ræktinni og komi vel fram við hvort annað.
Hann baunar á Mudryk í nýrri færslu. „Þú sérð mann í ræktinni sem er að reyna að bæta sig með aðstoð þjálfara, hann er vissulega í smá vandræðalegri stöðu en þú hugsar: Hey, ég ætla að taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðla til að gera grín að honum og fá athygli. Í alvöru?
Afsakið orðbragðið en hvað í andskotanum er að þér?“
Swoll segir að Mudryk verði að vera betri fyrirmynd.
„Þú ert atvinnumaður í knattspyrnu og spilar fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Vilt þú ekki vera betri fulltrúi félagsins?“
Hér að neðan má sjá myndbandið og færslu Swoll.
Either help him or mind your own business but put your damn phone away! pic.twitter.com/cyOAgNyxIi
— Joey Swoll (@TheJoeySwoll) May 24, 2023