Kylian Mbappe vill helst fara frá PSG í sumar og hefur engan áhuga á að virkja árs framlengingu sem hann hefur í samningi sínum.
Franskir miðlar segja frá en Mbappe gerði tveggja ára samning við PSG síðasta sumar og þénar hressilega.
Hann var að íhuga að fara til Real Madrid en framlengdi í París og virðist sjá eftir því, ef PSG selur hann ekki í sumar stefnir allt í að Mbappe fari frítt eftir ár.
Mbappe er 24 ára gamall og er í hópi bestu knattspyrnumanna í heimi. Real Madrid er sagt skoða það að gera tilboð í hann í sumar.
Mbappe hefur ákvæði um að framlengja samninginn við PSG til 2025 en samkvæmt fréttum eru engar líkur á því að hann geri það.