Erling Braut Haaland lagði upp mark í leik Manchester City gegn Brighton í kvöld. Hann jafnaði þar með eftirsótt met.
City heimsótti Brighton, en eins og flestir vita var liðið þegar orðið meistari.
Haaland lagði upp mark City í leiknum fyrir Phil Foden.
Þar með hefur norski framherjinn komið að 44 mörkum á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Kappinn hefur skorað 36 mörk og lagt upp 8.
Jafnar hann þar með met Thierry Henry í 38 leikja móti í ensku úrvalsdeildinni. Frakkinn skoraði 24 og lagði upp 20 fyrir Arsenal tímabilið 2002-2003.
City á enn einn leik eftir svo Haaland getur bætt metið.
36 ⚽️
8 🅰️With his assist for Foden's goal tonight, Haaland now has 44 goal contributions this season (36G, 8A).
He goes level with Thierry Henry in 02-03 (24G, 20A) for the most goal contributions in a 38-game season:https://t.co/M5oYuR8MVY
— Opta Analyst (@OptaAnalyst) May 24, 2023