Ona Batlle, lykilmaður hjá Manchester United í Ofurdeildinni á Englandi, er á leið til Barcelona.
Sport á Spáni segir að Batlle, sem er spænsk landsliðskona, hafi samið við Börsunga um ganga í raðir félagsins í sumar. Samningur hennar við United er að renna út.
Þessi 23 ára gamli bakvörður hefur átt frábært tímabil. Hefur hún til að mynda lagt upp 9 mörk í 19 leikjum.
Barcelona varð spænskur meistari enn eitt árið í vor.