La Liga og yfirvöld á Spáni hafa loks gripið inn í það grófa kynþáttaníð sem Vinicius Jr leikmaður Real Madrid hefur mátt þola á þessu tímabili.
Stuðningsmenn Valencia voru á sunnudag með rasisma í garð Vinicius sem er dökkur að hörund.
Apahljóðum var beint að kappanum fyrir leik, á meðan leik stóð og eftir leik. Þetta er í tíunda sinn sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníði á þessu tímabili.
La Liga hefur ekkert viljað gera hingað til en nú hefur verið ákveðið að rautt spjald sem Vinicus fékk á sunnudag stendur ekki.
Ein af stúkunum á velli Valencia verður svo lokuð í fimm leiki og fékk félagið 40 þúsund evrur í sekt. Þá hefur lögreglan á Spáni undanfarna daga verið að handtaka fólk í tengslum við rasisma í garð leikmannsins.
Vinicus birti sjálfur það ofbeldi sem hann hefur setið undir á þessu tímabili í myndbandi hér að neðan.