fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433Sport

Kjartan Henry ræðir hitamálið í fyrsta sinn: Vill ekki spila sig sem fórnarlamb – „Hringir í Klöru og spyr hvort hún ætli ekki að setja mig í bann“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður FH segir það af og frá að hann fari inn á knattspyrnuvöll til að meiða fólk. Umræðan í kringum sóknarmanninn knáa hefur verið á þann hátt eftir leik gegn Víkingi í Bestu deildinni á dögunum.

Kjartan var dæmdur í eins leiks bann eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, sendi myndband af atvikum inn á borð aganefndar KSÍ. Kjarta hefur afplánað leikbannið.

FH sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem verkferlar innan veggja KSÍ eru gagnrýndir. Kjartan ræddi málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

„Þetta er yfirlýsing frá FH, ekki frá mér. Þetta er yfirlýsing frá félaginu, gagnrýnin snýr ekki að því að ég hafi verið dæmdur í leikbann. Gagnrýnin snýr að verkferlum og það að framkvæmdarstjóri KSí getur eins og hún segir sjálf í viðtali við 433.is. Að það sé óformlegt kerfi innanhús, að hún geti sent inn atvik eftir óformlegum verkferlum. Sendir svo sína skoðun á málinu, það er verið að gagnrýna það ekki það að ég hafi verið dæmdur í leikbann,“ segir Kjartan í hlaðvarpinu vinsæla.

Meira:
Klara rýfur þögnina: Útskýrir vinnubrögðin í máli Kjartans Henrys – „Þurfum ekki leiðbeiningar á samfélagsmiðlum við það“

Kjartan er á þeirri skoðun að kerfið sé gallað eins og FH bendir á í yfirlýsingu sinni.

„Klara fylgist væntanlega með fótbolta, hún segir kerfið óformlegt innanhúss. Er það nóg að markaðsstjórinn eða upplýsingastjórinn komi til hennar í kaffi? Það er ómögulegt fyrir hana að fylgjast með öllum leikjum, þetta fer þá eftir því hvað er í beinni og hvort það sé ein myndavél eða fjórar. Það er allt í góðu að hún vísi þessum málum áfram en að hún sé að skila greinargerð, að henni finnist eitthvað ákveðið um málið,“ segir Kjartan

„Það er ekki verið að gagnrýna leikbannið, það eru nettröll og virkir í athugasemdum sem halda því fram með það markmið að meiða menn. Það er ekki þannig,“ segir hann einnig.

Kjartan fékk bannið fyrir olnbogaskot í Nikolaj Hansen framherja Víkings en annað atvik í leiknum kom upp þar sem Kjartan beindi fæti sínum í átt að Birni Snæ Ingasyni eftir brot á miðjum velli.

„Ég pirrast og sparka aftur fyrir mig, það að menn haldi að ég hafi verið að miða á andlitið honum og reyna að meiða hann,“ segir Kjartan.

Næst beindi svo Kjartan orðum sínum að Elvari Geir Magnússyni, ritstjóra Fótbolta.net. Vill hann meina að Elvar hafi skrifað ansi mikið um þetta mál.

„Þetta var stórleikur í sjónvarpinu, ritstjóri Fótbolta.net skrifar 4-5 greinar og hringir í Klöru og spyr hvort hún ætli ekki að setja mig í bann. Ég ætla ekki að spila fórnarlamb, það er verið að gagnrýna að framkvæmdarstjóri geti sagt sína skoðun á málinu. Og að hún geti sent sum mál og sum ekki,“ segir framherjinn.

Kjartan segist hafa verið með stimpil á sér hér heima en það sé svo sannarlega ekki erlendis þar sem hann lék lengi vel.- „Það var gerð stuttmynd um mig 2012 í Pepsi mörkunum, síðan fór ég átta ár og spilaði erlendis. Aldrei var þetta umræðan þar.

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football spurði Kjartan næst út í umræðuna af Stöð2 Sport þar sem Baldur Sigurðsson fyrrum samherji Kjartans og Atli Viðar Björnsson fyrrum framherji FH fóru yfir málið.

„Ég þurfti ekkert back up, þetta eru litríkir og skemmtilegar sérfræðingum á skjánum. Oft með rosalega skemmtileg take, menn verða að kynna sér málið áður en þeir tala um að líta í eigin barm,“ segir Kjartan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Í gær

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Í gær

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Í gær

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði