Manchester United ætlar að bjóða 55 milljónir punda í enska miðjumanninn, Mason Mount hjá Chelsea. Daily Mail kveðst hafa heimildir fyrir þessu.
Mount er líklega á förum frá Chelsea í sumar, hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og líklega þarf Chelsea að selja hann.
Mount er á leið inn í sitt síðasta ár af samningi hjá Chelsea og því er félagið í vondri stöðu til að halda honum.
Mount er 24 ára gamall en bæði Arsenal og Liverpool vilja fá hann í sumar. Jurgen Klopp vill styrkja miðsvæðið sitt í sumar og er Mount nefndur til sögunnar.
Chelsea er sagt vonast eftir 85 milljónum punda fyrir Mount en Erik ten Hag er sagður leggja áherslu á að fá hann í sumar.