Declan Rice miðjumaður West Ham og enska landsliðsins verður einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum í sumar og hörð samkeppni gæti orðið um hann.
Arsenal hefur lagt mikla vinnu í það að fá Rice í sumar en samkeppnin gæti orðið mikil.
Þannig segir í fréttum í erlendum miðlum að FC Bayern ætli að reyna að klófesta enska landsliðsmanninn.
Rice vill fara frá West Ham í sumar en talið er að hann kosti rúmlega 100 milljónir punda.
Thomas Tuchel þjálfari FC Bayern er sagður vilja ólmur krækja í Rice en þegar hann var stjóri Chelsea reyndi hann að fá Rice þangað.
Fleiri félög hafa verið nefndir til sögunnar en þar má nefna Manchester United, Chelsea og Manchester City sem gætu haft áhuga á Rice í sumar.