Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Það er óhætt að segja að nýliðar deildarinnar hafi bitið frá sér.
Breiðablik tók á móti FH í hörkuleik. Mackenzie Marie George kom gestunum yfir eftir hálftíma leik en tíu mínútum síðar jafnaði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir Blika.
Staðan í hálfleik 1-1.
Það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem heimakonur komust yfir. Þar var að verki Hildur Þóra Hákonardóttir.
Mackenzie hafði ekki sagt sitt síðasta og jafnaði skömmu síðar, áður en Andrea Rut Bjarnadóttir kláraði leikinn fyrir Blika í blálokin.
Lokatölur 3-2, grátlegt fyrir FH. Blikar eru í þriðja sæti með 9 stig en FH á botninum með 4.
Tindastóll tók þá á móti Stjörnunni fyrir norðan.
Þar var aðeins eitt mark skorað. Var þar að verki markavélin Murielle Tiernan eftir tæpan klukkutíma leik. Lokatölur 1-0.
Stjarnan er í fimmta sæti deildarinnar með 7 stig en Tindastóll í því áttunda með 5.