Arne Slot þjálfari Feyenoord verður næsti stjóri Tottenham ef umboðsmaður hans, Rafaela Pimenta nær að koma á samkomulagi á milli félagana.
Daily Mail segir ljóst að Slot er efstur á óskalista Tottenham í sumar. Félagið leitar að framtíðar stjóra.
Tottenham ákvað að reka Antonio Conte á tímabilinu en Ryan Mason hefur stýrt liðinu undanfarið.
Slot gerði Feyenoord að hollenskum meisturum á dögunum en búist er við að félagið vilji 10 milljónir punda ef Slot á að fá að fara.
Umboðsmaður hans Pimenta er hörð í horn að taka en hún tók við öllum málum frá Mino Raiola þegar hann féll frá. Pimenta er meðal annars umboðsmaður Erling Haaland.
Sagt er í sömu frétt að Slot vilji byrja á að kaupa leikmann frá Feyenoord og er þar um ræða Orcun Kökcü miðjumann liðsins. Liverpool hefur sýnt honum áhuga en verðmiðinn á Kökcü er 40 milljónir punda.