Nottingham Forest hefur áhuga á að semja endanlega við Dean Henderson, markvörð Manchester United.
Það er The Telegraph sem greinir frá þessu.
Hinn 26 ára gamli Henderson er á láni hjá Forest frá United sem stendur en vill fyrrnefnda félagið halda samstarfinu áfram.
Það gæti þó að miklu leyti ráðist á því hvort David De Gea verði áfram á Old Trafford. Spánverjinn er að verða samningslaus og getur farið á frjálsri sölu í sumar.
Henderson kom upp í gegnum unglingastarf United en hefur farið víða á láni.
Hann hefur verið frá seinni hluta þessarar leiktíðar vegna meiðsla.