John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea og eiginkona hans Toni hafa sett húsið sitt í úthverfi London á sölu fjórum árum eftir að hafa keypt það og gert það upp.
Húsið er staðsett í Surrey sem er vinsæll staður hjá ríka og fræga fólkinu.
Húsið keypti Terry fjölskyldan á 4,1 milljón punda árið 2019 en nú er það til sölu á 23 milljónir punda.
Terry hjónin tóku húsið í gegn. Þau létu byggja sundlaug úti, allt húsið var tekið í gegn og kjallari var byggður undir húsið.
Sett var upp líkamsrækt að auki var byggt hús fyrir starfsmenn fjölskyldunnar. Terry er í dag í þjálfarateymi Leicester City.
Terry er 42 ára líkt og konan sín en þau hafa keypt hús á 8 milljónir punda sem er nokkuð nálægt því sem er til sölu.