Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings gæti mögulega átt yfir höfði sér leikbann ef viðmið Knattspyrnusambands Íslands frá því í síðustu viku er notað. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ vísaði þá málefni Kjartans Henry Finnbogasonar á borð aganefndar.
Kjartan hafði í leik Víkings og FH verið í eldlínunni, virtist hann sparka í átt að leikmanni Víkings og síðar í leiknum fór olnbogi hans í andlitið á Hansen. Kjartan sagði það óviljaverk og undir það tók reyndar aganefndar KSÍ. Að ekki væri hægt að sanna að olnbogaskotið væri viljandi.
Kjartan Henry var dæmdur í eins leiks bann fyrir olnbogaskotið en aganefndin tók sparkið í átt að leikmanni Víkings ekki fyrir.
Í leik HK og Víkings í gær var Hansen í hasarnum og olnbogi hann virtist fara beint í andlitið á Eiði Rúnarssyni. Klara Bjartmarz svaraði ekki símtölum blaðamanns 433.is í dag þegar spyrja átti út í hvort mál Hansen færi sömu leið og Kjartans í kerfinu.
„Danski KHF,“ skrifar Vilhjálmur Hallsson einn af stjórnendnum Steve Dagskrá á Twitter.
Danski KHF https://t.co/oHABkLaNh1
— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) May 21, 2023
Sparkspekingurinn, Kristján Óli Sigurðsson úr Þungavigtinni segir að hver verði að dæma fyrir sig í þessu máli Hansen og birtir myndband af atvikinu.
Dæmi hver fyrir sig. https://t.co/UQSYjEfEJD pic.twitter.com/ZxQwBZhHQW
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 22, 2023
FH-ingar eru mjög óhressir með dóminn á Kjartan og sendu yfirlýsingu út í gær vegna þess. FH vill meina að um klárt óviljaverk hafi verið að ræða í tilfelli Kjartans. „Um það verður ekki deilt að þessi heimild er til staðar. Hins vegar er framganga framkvæmdastjórans í greinargerð sinni til Aga- og úrskurðarnefndar ámælisverð. Þannig fullyrðir framkvæmdastjórinn tvívegis í greinargerð sinni að Kjartan hafi sýnt óíþróttamannslegan og hættulegan leik. Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdastjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu félagsins.
Felix Bergsson, hinn geðþekki útvarpsmaður er ekki hrifin af yfirlýsingu FH og segir á Twitter. „Þannig að knattspyrnudeild FH ætlar að ráðast á Klöru og KSÍ en segir ekkert við leikmanninn sem reyndi að slasa andstæðing með skítabrögðum? Kúl,“ skrifar Felix.
þannig að knattspyrnudeild FH ætlar að ráðast á Klöru og KSÍ en segir ekkert við leikmanninn sem reyndi að slasa andstæðing með skítabrögðum? kúl
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) May 22, 2023