Leikmenn Manchester City fögnuðu vel í gær, en liðið hefur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.
Það varð ljóst að City myndi verja Englandsmeistaratitil sinn á ný þegar Arsenal tapaði gegn Nottingham Forest seinni part laugardags.
City tók svo á móti sjálfum titlinum í gær eftir sigur á Chelsea.
Um kvöldið var svo haldinn gleðskapur þar sem vel var fagnað.
Erling Braut Haaland lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. Kappinn hefur slegið í gegn á sinni fyrstu leiktíð í Manchester, raðað inn mörkum og bætt hvert metið á fætur öðru.
Hann vakti hins vegar athygli fyrir klæðaburð sinn í gærkvöldi.
Haaland klæddist því sem virtust vera náttföt. Voru þau sérmerkt honum.
Sjón er sögu ríkari.
haaland & his girlfriend matching satin outfit 🥺🥺🥺 pic.twitter.com/zKLC2TYXpp
— pina (@typicalpina) May 22, 2023